mánudagur, 2. nóvember 2020 - 0:45
Á dögunum var haldið rafrænt útgáfuhóf vegna útgáfu fimmta bindis skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771. Þar héldu ritstjórarnir Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir fyrirlestra um einstaka þætti bókarinnar. Auk þess fjallaði Helga Hlín Bjarnadóttir um landsagatilskipun Þorkels Fjeldsteds, en hún birtir ritgerð um hana í bókinni. Hægt er að horfa á upptöku á útgáfuhófinu.
Einnig var gerður hlaðvarpsþáttur þar sem rætt var við þær Hrefnu, Jóhönnu og Helgu Hlín. Þar er spjallað við þær um hlutverk Landsnefndarinnar og útgáfuverkið í heild.
Nú er hægt að kaupa 5. bindið, auk eldri binda hjá Sögufélagi á sérstöku tilboðsverði og með frírri heimsendingu á vef félagsins, en bækurnar verða einnig til sölu í bókaverslunum.