föstudagur, 23. október 2020 - 11:30
Í dag birtist fyrsti þátturinn í nýju hlaðvarpi Þjóðskjalasafnsins. Hlaðvarpið heitir: Til skjalanna og er aðgengilegt á stafrænum heimildavef Þjóðskjalasafnsins og ennig á helstu dreifiveitum fyrir hlaðvörp. Í hlaðvarpinu verður m.a. fjallað um starfsemi og safnkost Þjóðskjalasafns en einnig um rannsóknir, útgáfuverkefni og fleira sem tengist safninu beint eða óbeint.
Í fyrsta þættinum er rætt við Hrefnu Róbertsdóttur þjóðskjalavörð.