Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands 2019

mánudagur, 30. september 2019 - 15:00

Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands 2019

30. september kl. 15:00-17:30

Útgáfa verksins Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I–II

15:00 Opnun rannsóknadags Þjóðskjalasafns Íslands 2019
– Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
15:10 Rannsóknastarf Þjóðskjalasafns Íslands
– Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður
15:20 Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Rannsókn og útgáfa tengd skjalasöfnum kirkjunnar
– Björk Ingimundardóttir, sagnfræðingur
15:30 Stórvirki í kirkjulegri stofnunarsögu
– Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu
15:40 Kirkjan í samfélaginu
– Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
15:50 Framtíðarsýn í miðlun rannsókna Þjóðskjalasafns Íslands
– Unnar Ingvarsson, fagstjóri miðlunar
16:00 Formleg útgáfa á tveggja binda verki Bjarkar Ingimundardóttur.

Kaffihlé

Rannsóknaverkefni á Þjóðskjalasafni – innan safns og í samstarfi við aðra

16:20 Sameiginlegur menningararfur í skjalasöfnum. Danska sendingin 1928
– Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs
16:30 Lénið Ísland 1541–1683. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra
– Kristjana Kristinsdóttir, lektor í skjalfræði og fagstjóri eftirlits og ráðgjafar
16:40 Söguleg jarðskjálftarit og notkun þeirra við rannsóknir
– Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði
16:50 Sína leið siglir hver. Vegabréf á 19. öld
– Emil Gunnlaugsson, sagnfræðinemi
17:00 Íslendingar skrifa kóngi. Útgáfa á skjalasafni Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771
– Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir verkefnastjóri heimildaútgáfu
17:10 Jarðir og réttarfar. Dómabókagrunnur sýslumanna 1650–1930
– Ólafur Arnar Sveinsson verkefnastjóri þjóðlendurannsókna
17:20 Eftirlátnar eigur þrjátíu þúsund Íslendinga
– Már Jónsson prófessor í sagnfræði
17:30 Ráðstefnuslit og móttaka