þriðjudagur, 5. febrúar 2019 - 11:15
Reykjavíkurnætur í Þjóðskjalasafni Íslands. Skemmtanalíf í Reykjavík á árunum milli stríða. Fjölbreytt dagskrá í Þjóðskjalasafni. Vernharður Linnet mun fjalla um jass- og dansáratuginn á Hótel Borg. Borgarbandið mun spila lög frá tímabilinu.
Dagskráin hefst klukkan 20:00, en bæði fyrir og eftir formlegu dagskrána verður hægt að fara í kynnisferðir um safnið og skoða ýmis skjöl sem þar eru varðveitt.
Dagskrá
Tími | Atriði |
---|---|
18:30 | Húsið opnar. |
19:00 | Vasaljósaferð í skjalageymslur. |
20:00-21:00 | Brjálaðar nætur. Vernharður Linnet fjallar um breska dans- og jassáratuginn á Hótel Borg. Borgarband Hauks Gröndals spilar þekkt jasslög. |
21:10-21:30 | Unnar Ingvarsson: „Í ólöglega góðu skapi“. Skemmtanalíf í Reykjavík á árunum milli stríða og vínsöluvandræði Hótel Borgar. |
21:40 | Vasaljósaferð í skjalageymslur. |
Gestum verður boðið upp á ferðir í skjalageymslur okkar. Hámarksfjöldi í hverja ferð er 20 og tekur hver ferð um 40 mínútur.