fimmtudagur, 24. maí 2018 - 16:45
Ráðstefnan XXV. norrænu skjaladagarnir hefst í Reykjavík í dag. Skráðir þátttakendur eru um 300 frá öllum Norðurlöndunum.
Á ráðstefnunni verður fjallað um margvísleg málefni sem eru efst á baugi hjá norrænu skjalasöfnunum. Ráðstefnan er styrkt af fyrirtækjunum FamilySearch, Zeutschel, GMS og Hugvit og munu þau kynna starfsemi sína á ráðstefnunni sem er haldin á Hilton Reykjavik Nordica.
Nánari upplýsingar má sjá á vef ráðstefnunnar.