laugardagur, 1. október 2016 - 10:45
Þann 26. – 27. september sl. var haldin í Þjóðskjalasafni Íslands norræn málstofa um varðveislu og grisjun skjala. Málstofan er hluti af norrænum skjalasafnsskóla (Nordisk Arkivakademi) sem er samstarfsverkefni þjóðskjalasafna Norðurlandanna. Að þessu sinni var sjónum beint að varðveislu og grisjun í skjalasöfnum.
Málstofuna sóttu 14 starfsmenn ríkisskjalasafna Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands auk starfsmanna Þjóðskjalasafns Íslands. Flutt voru erindi um lagaumhverfi og stöðu varðveislumála á Norðurlöndunum, um eyðingu skjala í rafrænum gagnakerfum og um sérstök verkefni sem skjalasöfnin standa að um varðveislu og grisjun.