Verkefnastyrkjum til héraðsskjalasafna úthlutað

miðvikudagur, 9. mars 2016 - 12:45
  • Þjóðskjalasafn Íslands
    Þjóðskjalasafn Íslands

Um síðustu áramót tóku ný fjárlög gildi og samkvæmt þeim fékk Þjóðskjalasafn Íslands það hlutverk að úthluta héraðsskjalasöfnum verkefnastyrkjum til skönnunar- og miðlunar valdra skjalaflokka. Settar hafa verið reglur og almennir skilmálar um umsóknir og úthlutun til þess að tryggja vönduð vinnubrögð og góða nýtingu fjármuna. Þjóðskjalasafn kynnti héraðsskjalasöfnunum þessar reglur og skilmála og óskaði eftir umsóknum um verkefnastyrki.

Alls bárust 19 umsóknir frá 15 héraðsskjalasöfnum og samtals var sótt 30.292.713 kr. Sérstök nefnd, skipuð Brynju B. Birgisdóttur (formaður), Helgu Jóhannesdóttur og Magnúsi Karel Hannessyni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, mat umsóknir og gerði tillögur um styrkveitingar. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar í framkvæmdastjórn safnsins 1. mars sl. og hafa niðurstöður verið sendar umsækjendum.

Úthlutun Þjóðskjalasafns á verkefnastyrkjum til héraðsskjalasafna á grundvelli fjárlaga fyrir árið 2016 er svofelld:

 

Styrkþegar Upphæð styrks
Héraðskjalasafnið Ísafirði 850.000
Borgarskjalasafn Reykjavíkur 3.600.000
Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Héraðsskjalasafn á Norðfirði 3.000.000
Héraðsskjalasafn Akureyrar 1.700.000
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 120.000
Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja 2.200.000
Héraðsskjalasafn Dalasýslu 500.000
Héraðsskjalasafn Árnesinga 1.200.000
Héraðsskjalasafn Árnesinga 1.150.000
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 380.000
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu 130.000
Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu 170.000
Samtals 15.000.000