Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 5. febrúar 2016. Að venju tekur Þjóðskjalasafn Íslands þátt í Safnanótt og verður með opið hús í húsakynnum safnsins, Laugavegi 162, frá kl 19:00 - 24:00. Þema kvöldsins tengist flökkurum, förufólki eða flóttamönnum.
Á dagskrá verða hefðbundnir liðir eins og skjalasýning og vasaljósaferðir í skjalageymslurnar. Ættfræðifélagið kynnir starfsemi sína og rýnt verður í ættfræði og fjölskyldusögur. Er flakkari í fjölskyldunni? Það má reyna að komast að því.
Halldóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir fjalla um utangarðsfólk og förufólk á Vesturlandi og Vestfjörðum. Harpa Björnsdóttir myndlistamaður fjallar um leit sína að heimildum um Sölva Helgason og Guðfinna S. Ragnarsdóttir menntaskólakennari og ritstjóri fréttabréfs Ættfræðifélagsins flytur erindi um hvernig þeim mikla fjölda Íslendinga vegnaði sem hélt vestur um haf á seinni hluta 19. aldar.
Skoða dagskrá Safnanætur 2016 í Þjóðskjalasafni.
Skráðu þig í vasaljósaferð í skjalageymslurnar.