Norræni skjaladagurinn 2015

laugardagur, 14. nóvember 2015 - 8:45
  • Án takmarka er þema skjaladagsins 2015
    Án takmarka er þema skjaladagsins 2015
  • Sauðkindin virðir engin mörk
    Sauðkindin virðir engin mörk
  • Þegar að okkur sækja öfl sem vilja takmarka frelsi okkar, snúumst við til varnar. Uppdráttur af Vestmannaeyjahöfn og umhverfi 1761
    Þegar að okkur sækja öfl sem vilja takmarka frelsi okkar, snúumst við til varnar. Uppdráttur af Vestmannaeyjahöfn og umhverfi 1761
  • Stórmenni, eins og Halldór Laxness, ryðja nýjar brautir
    Stórmenni, eins og Halldór Laxness, ryðja nýjar brautir
  • Ýmsir siðir við hinstu stund eru nú aflagðir
    Ýmsir siðir við hinstu stund eru nú aflagðir

Norræni skjaladagurinn er á morgun, laugardaginn 14. nóvember. Þá sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi safnanna. Af því tilefni hefur verið opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is. Þar má sjá margvíslegan fróðleikur frá skjalasöfnunum sem tengist þema dagsins. Þetta árið eru norrænu skjalasöfnin með sameiginlegt þema sem er „Gränslöst“ eða „Grænseløst“. Íslenska útgáfa þemans er „Án takmarka“, sem er kjörorð dagsins.

Sum skjalasöfn hafa opið hús á þessum degi eða bjóða upp á sýningar eða aðra viðburði sem tengjast deginum, sjá yfirlit um dagskrá safnanna.

Í tilefni af norræna skjaladeginum verður Þjóðskjalasafn Íslands með opið hús á lestrarsal safnsins á morgun, laugardag. Tekið verður á móti gestum frá kl 14:00 - 16:00 á Laugavegi 162. Þar verður boðið upp á farandsýningu danska Vestur-Indíafélagsins um nýlendur danska ríkisins á fjarlægum slóðum, þrælahald og menningarmótun í karabíska hafinu á 18. og 19. öld og sýningu á frumskjölum sem tengjast þema dagsins.

Í boði eru þessir fyrirlestrar:

  • Kl 14:10 „Hans Jónatan: Þrællinn og skjölin“. Gísli Pálsson mannfræðingur flytur erindi um Hans Jónatan, strokuþrælinn sem varð bóndi og verslunarmaður á Íslandi.
  • Kl 14:40 „Í pelli og purpura. Íslenskur trúskiptingur í vörn og sókn í fáeinum skjölum“. Þorsteinn Helgason sagnfræðingur flytur erindi um Önnu Jasparsdóttur frá Vestmannaeyjum sem rænt var í Tyrkjaráninu og hneppt í ánauð í Barbaríinu.

Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir. Léttar veitingar í boði.

Fylgist með og takið daginn frá fyrir skjalasöfnin.