Fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2015 er komið út og efnisríkt að vanda. Á þessu ári færist ritstjórn tímaritsins frá Danmörku yfir Eyrarsundið til Svíþjóðar. Nýr aðalritstjóri er Maria Larsson Östergren fyrsti skjalavörður við héraðsskjalasafnið í Visby.
Í ritinu er greint frá aðgerðum og atburðum á Norðurlöndunum í tilefni af norræna skjaladaginn 8. nóvember 2014 auk fastra efnisþátta og frétta af starfsemi norrænna skjalasafna.
Af íslenskum vettvangi skrifar Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður um nýja stefnu Þjóðskjalasafns Íslands, Njörður Sigurðsson um stofnun landsnefndar Bláa skjaldarins, Brynja Björk Birgisdóttir um þriðju árlegu ráðstefnu Alþjóða skjalaráðsins á Íslandi og Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um fimm ára afmæli Félags héraðsskjalavarða.
Tímaritið 52 blaðsíður í A4 broti. Svæðisritstjóri fyrir Ísland er Hrefna Róbertsdóttir.