Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í heimsókn

föstudagur, 15. nóvember 2013 - 15:45
  • Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður sýnir nefndarmönnum valin skjöl úr safnkostinum
    Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður sýnir nefndarmönnum valin skjöl úr safnkostinum

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsótti Þjóðskjalasafn Íslands fimmtudaginn 14. nóvember sl. Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og aðrir stjórnendur safnsins kynntu starfsemina og helstu verkefni fyrir nefndarmönnum. Sýnt var úrval af helstu dýrgripum safnsins, s.s. Reykholtsmáldagi, manntalið 1703, gjörðabók Þjóðfundarins 1851 og eiðstafur Sveins Björnssonar forseta Íslands frá 17. júní 1944. Að lokum fengu nefndarmenn að skoða skjalageymslur safnsins, bæði nýinnréttaðar geymslur og húsnæði sem bíður endurnýjunar.

Nefndarmenn sem mættu í Þjóðskjalasafn voru Páll Valur Björnsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Árnason ásamt Kristínu Einarsdóttur nefndarritara.