Þjóðskjalasafn Íslands tekur þátt í verkefni norrænna og baltneskra landa og hefur hlotið styrk til þess frá sænska rannsóknarsjóðnum VINNOVA, en sjóðurinn er í samstarfi við RANNÍS. Verkefnið „Aðgangur að opinberum upplýsingum: rafrænar þjónustu í opinberum stofnunum og skjalasöfnum“ hefur það að markmiði að kanna lög og þjónustur sem snúa að aðgengi almennings að gögnum hjá stofnunum, hvernig gögnin eru flutt yfir til skjalasafna þegar þau ná ákveðnum aldri og hvernig aðgengi almennings er háttað eftir að þau hafa verið afhent skjalasöfnum.
Þátttökuþjóðir í þessu verkefni eru fyrir utan Ísland, Eistland og Svíþjóð og mun því nást norrænn-baltneskur samanburður á þeim þáttum sem verkefninu er ætlað að rannsaka. Verkefnið hefst í janúar 2011 og er ætlað að ljúki í nóvember 2011. Sjá nánar um verkefnið.