mánudagur, 6. júní 2011 - 14:45
Frá og með 1. júní 2011 þurfa afhendingarskyldir aðilar sem vilja afhenda pappírsskjalasafn til Þjóðskjalasafns Íslands til varanlegrar varðveislu að óska eftir því á þar til gerðu eyðublaði. Hægt er að nálgast eyðublaðið á vef safnsins á síðunni Reglur og leiðbeiningar um skjalavörslu ríkisstofnana undir efnisþættinum Eyðublöð vegna afhendingar pappírsskjalasafna. Hægt er að fylla eyðublaðið út rafrænt og senda með tölvupósti á netfangið skjalavarsla@skjalasafn.is.