föstudagur, 4. nóvember 2011 - 8:45
Hluti skjalaskráa Þjóðskjalasafns hefur verið aðgengilegur á vef safnsins frá árinu 2002. Í byrjun þessa árs var lokað fyrir aðgang að þessum skrám, sbr fréttatilkynningu þjóðskjalavarðar af því tilefni. Skrár yfir nokkur skjalasöfn í vörslu Þjóðskjalasafns hafa nú aftur verið gerðar aðgengilegar á vef safnsins og má nálgast þær með því að smella á tengilinn „Skjalaskrár“ hér til vinstri. Unnið er að því að gera fleiri skjalaskrár aðgengilegar á vefnum. Fleiri skrár munu því bætast við í skjalaskrársafnið á vef Þjóðskjalasafns á næstu dögum og vikum.