fimmtudagur, 2. febrúar 2012 - 10:15
Þann 1. febrúar tók Njörður Sigurðsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, við stöðu sviðsstjóra á skjalasviði safnsins af Hrefnu Róbertsdóttur. Hrefna, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra frá árinu 2009, fékk á dögunum rannsóknarstöðustyrk úr Rannsóknarsjóði Íslands (Rannís) til þess að kanna búsetuform á Íslandi á árnýöld og mun hún sinna því verkefni á Þjóðskjalasafni næstu þrjú árin. Njörður, sem starfað hefur sem skjalavörður við Þjóðskjalasafn frá árinu 2006, mun gegna starfi sviðsstjóra þann tíma sem Hrefna sinnir rannsóknum.