Bréf Þorsteins Magnússonar á Móeiðarhvoli 21. febrúar 1760
ÞÍ. Skjalasafn amtmanns. Amtm. II 48A. Bréf úr Rangárvallasýslu til amtmanns 1760-1768.
Skjal mánaðarins er bréf sem Þorsteinn Magnússon á Móeiðarhvoli, sýslumaður í Rangárvallasýslu, skrifaði Magnúsi Gíslasyni amtmanni 21. febrúar 1760, ein og hálf folioörk. Bréfið er fremur kunningjabréf en embættisbréf, þó að það sé varðveitt í skjalasafni amtmanns.
Bréfið hefst á blessunaróskum og þökkum fyrir tilskrifið, en síðan koma almenn tíðindi um veðurfar og manndauða vegna hrakninga. Það er fyrra atriði brotsins sem hér er birt. Síðara atriðið er aftaka tveggja þjófa, kraga, sem hengdir voru í silkisnúru. Af því að þeir voru útlenskir varð aftakan að vera virðuleg. Ekki voru þjófarnir mannkyns, þá hefði hrosshárssnaran líklega dugað, heldur fuglar og þá líklega krákur frekar en fuglar með áberandi fjaðrakraga.
Að afloknum fréttum er vikið að bókum sem Ólafur Stefánsson varalögmaður, síðar tengdasonur Magnúsar amtmanns, hefur tekið frá honum, og amtmaður borið upp á Þorstein að vera hvatamaður að tökunni.
Aðalefni bréfsins er um Innréttingarnar, væntanlegan bókhaldara og ullarkaup til þeirra sem eru forvitnilegir efnisþættir.
Björk Ingimundardóttir ritaði kynningartexta og annaðist uppskrift skjalsins.
Hægt er að skoða myndir af öllum sjö síðum bréfsins með því að smella á smámyndirnar hér til hægri.
Hér að neðan er hægt að sækja uppskrift af texta bréfsins.