laugardagur, 1. ágúst 2020 - 11:45
Þjóðskjalasafn Íslands hefur ákveðið að grípa til eftirfarandi aðgerða vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda, sbr. auglýsingu nr. 758/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á hádegi 31. júlí 2020:
- Gestir eru minntir á að viðhalda tveggja metra reglunni í öllum samskiptum við starfsfólk Þjóðskjalasafns og gesti.
- Við inngang, í afgreiðslu og á lestrarsal safnsins er sótthreinsispritt og eru gestir beðnir um að spritta hendur þegar þeir heimsækja safnið.
- Fjöldatakmörkun verður á lestrarsal og miðað verður við að ekki fleiri en 9 gestir verði þar í einu til að virða tveggja metra regluna.
Leiðbeiningar til gesta:
- Hámarksfjöldi á lestrarsal eru 9 gestir í einu.
- Sprittið hendur áður en gengið er inn í lestrarsal.
- Gerið vart við ykkur í afgreiðslu og farið ekki nær afgreiðslu en sem nemur borða sem er á gólfinu.
- Starfsmaður úthlutar ykkur sæti og farið ekki nær öðrum gestum en sem nemur tveimur metrum.
- Starfsmaður afgreiðir ykkur um skjöl sem pöntuð hafa verið á lestrarsal.
- Fylgið fyrirmælum starfsmanns.