Ríkisskjalasafn Noregs á 200 afmæli í dag, 6. júní. Á dagskrá í tilefni afmælisins í Gamle Logen i Osló, er nýjasta samstarfsverkefni norrænu ríkisskjalasafnanna kynnt opinberlega. Þar er um að ræða sameiginlegan vef skjalasafnanna Nordisk Arkivportal. Vefurinn fer þó ekki strax í loftið en vonandi verður það innan fárra vikna.
Samstarf norrænna skjalasafna á sér langa sögu. Það hófst á fjórða áratug 20. aldar og hefur þróast og styrkst síðan og er nú eins og þétt og vel riðið net samstarfs um miðlun þekkingar, miðlun heimilda og einstakra verkefna á sviði starfænnar vörslu, svo dæmi séu tekin.
Tillaga um sameiginlegan vef norrænu ríkisskjalasafnanna var samþykkt 2012 og síðan hefur verið unnið að henni. Í tvígang hafa norrænir sjóðir styrkt verkefnið (Kulturkontakt Nord).
Markmið Nordisk Arkivportal er að stuðla að frekari styrkingu og þróun samstarfs skjalasafna á Norðurlöndum. Vefurinn á að stuðla að auknu samstarfi, miðlun upplýsinga og þekkingar þvert á stofnanir. Vefurinn mun hýsa öll samstarfsverkefni safnanna þannig að þau verði sýnileg og aðgengileg á einum stað, starfsfólki skjalasafnanna og notendum þeirra til gagns og gamans. Þar verður hægt að fylgjast með því sem er á döfinni, næstu ráðstefnu eða námskeiði og mörgum fleiru. Nordisk Arkivnyt verður auk þess aðgengilegt á vefnum.
Þjóðskjalasafn óskar Norðmönnum til hamingju með daginn!