fimmtudagur, 3. desember 2015 - 11:30
Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2015 er nýlega komið út. Tímaritið er sextíu blaðsíður, stútfullt af athyglisverðu efni frá skjalasöfnum á öllum Norðurlöndunum.
Af íslensku efni má nefna grein Brynju Bjarkar Birgisdóttur um sýninguna Sjónarhorn, grunnsýningu á sjónrænum menningararfi Íslendinga, sem opnuð var í Safnahúsinu við Hverfisgötu 18. apríl sl. Svanhildur Bogadóttir skrifar um afhendingu einkaskjalasafns dr. Björns Þórðarsonar fyrrum ráðherra. Þá rita þær Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir grein um rannsóknir og útgáfu á skjölum Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771.