Græni hópurinn hjá Þjóðskjalasafni tók í dag við viðurkenningu frá Umhverfisstofunin í tilefni þess að Þjóðskjalasafn hefur tekið 2., 3. og 4. Græna skrefið. Innleiðing Grænu skrefanna hefur gengið hratt og öruglega fyrir sig hjá Þjóðskjalasafni. Viðurkenningu fyrir fyrsta skrefið hlaut stofnunin í febrúar 2020 og í dag fékk Þjóðskjalasafn viðurkenningu fyrir annað, þriðja og fjórða skrefið.
Undanfarna mánuði hefir verið unnið markvisst að umhverfismálum. Þjóðskjalasafn hefur sett sér umhverfisstefnu, hvatt til almenningssamgangna og hjólreiða, flokkað ítarlega, keypt inn umhverfisvænar vörur og fært grænt bókhald.
Það var Hildur Harðardóttir frá Umhverfisstofnun sem afhenti Græna hópnum viðurkenningu fyrir að hafa lokið fjórða Græna skrefinu.