mánudagur, 6. september 2021 - 10:45
Þjóðskjalasafn Íslands hefur fengið umhverfisstjórnunarkerfið sitt vottað í samræmi við ISO 14001 staðalinn. Formlegum úttektum á umhverfisstjórnunarkerfi Þjóðskjalasafns lauk í júní síðastliðinn. Það var BSI á Íslandi sem framkvæmdi úttektina.
ISO 14001 staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta Þjóðskjalasafns. Staðallinn gerir kröfu um að áætlunum og verklagsreglum í umhverfismálum sé fylgt og að skráning og vistun upplýsinga uppfylli skilyrði.
Umhverfisstjórnun er lykilatriði í nútíma rekstri og samkvæmt henni setur Þjóðskjalasafn sér stefnu, mælanleg markmið og aðgerðaáætlun til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi sinnar og jafnframt auka jákvæð áhrif.