fimmtudagur, 31. maí 2012 - 8:45
Bjartur bókaforlag hefur gefið út fyrstu skáldsögu Unnar Birnu Karlsdóttur, Það kemur alltaf nýr dagur, og var útgáfunni fagnað hjá Eymundsson í Austurstræti í gær.
Unnur lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og sama ár kom doktorsritgerð hennar, Þar sem fossarnir falla, út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Unnur hefur birt fjölda greina um ýmis svið sagnfræði og haldið marga fyrirlestra hér á landi og erlendis. Unnur hefur starfað á skjalasviði Þjóðskjalasafns Íslands frá árinu 2004.