Skjalanámskeið á Egilsstöðum 1. apríl 2016

fimmtudagur, 18. febrúar 2016 - 7:15
  • Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum
    Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum

Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir námskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu föstudaginn 1. apríl 2016. Námskeiðið verður haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum og hefst kl 9:00 en lýkur kl 15:30.

Fjallað verður um eftirfarandi efni:

  • Lagaumhverfi opinberrar skjalastjórnar og skjalavörslu.
  • Skráning mála, málalyklar og málasafn.
  • Grisjun skjala.
  • Rafræn skjalavarsla.
  • Skjalavistunaráætlun.
  • Frágangur, skráning og afhending pappírsskjala.

Kennarar á námskeiðinu verða:

Njörður Sigurðsson og Árni Jóhannsson frá Þjóðskjalasafni Íslands.
Bára Stefánsdóttir frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga

Verð 18.700 kr. Innifalið: kaffiveitingar og léttur hádegisverður.

Þátttakendur skrá sig á netfanginu: bara@heraust.is.
Nánari upplýsingar fást hjá Báru Stefánsdóttur í síma 471 1417.

 

Héraðsskjalasafn Austurlands

Þjóðskjalasafn Íslands