mánudagur, 22. janúar 2024 - 14:00
Þann 14. janúar árið 2014 leit fyrsta tölublað Skjalafrétta, fréttabréfs Þjóðskjalasafns um skjalavörslu og skjalastjórn, dagsins ljós. Alls hafa komið út 133 tölublöð með fréttum af skjalavörslu og skjalastjórn hjá afhendingarskyldum aðilum, til dæmis um nýjar reglur þar um, auglýsing námskeiða, tilmæli eða önnur góð ráð fyrir þá sem starfa í skjalavörslu og skjalastjórn.
Því var lýst yfir í fyrsta tölublaði Skjalafrétta að útgáfutíðni yrði óregluleg og að þegar eitthvað væri að frétta þá kæmi út tölublað. Flest komu út 22 tölublöð árið 2020 í miðjum heimsfaraldri Covid-19. Áskrifendur Skjalafrétta eru nú 522.
Hægt er að gerast áskrifandi Skjalafrétta hér og skoða útgefin tölublöð hér.