Á undanförnum árum hefur Þjóðskjalasafn unnið að samstarfsverkefni sem styrkt hefur verið af Uppbyggingasjóði EES. Verkefnið heitir: Loaded – Open. Digitisation, Accessibility and Educational Use of Art Collections in Memory Institutions og felst meðal annars í því að miðla myndrænu efni til notkunar í margskonar fræðslu og kennslu. Í tengslum við verkefnið hefur Þjóðskjalasafn skannað og birt ríflega 8.000 myndir á vefsvæðum sínum af margvíslegu efni sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni, þar á meðal eru teikningar, kort og margvísleg hönnunargögn (sjá t.d. hér). Samstarfsaðilar okkar hafa verið í Tékklandi; Listasafnið í Olomouc, Morovian Library í Brno og Library of Czech Academy of Sciences í Prag.
Nú á dögunum var haldin lokaráðstefna verkefnisins í Olomouc þar sem afraksturinn var kynntur. Metnaðarfullt starf er unnið í tékkneskum söfnum og afar fróðlegt að kynnast þeirra starfsemi og stefnu í stafrænum heimi.
Samstarf um myndræna miðlun
miðvikudagur, 18. október 2023 - 14:30