miðvikudagur, 11. maí 2011 - 13:15
Þjóðskjalasafn Íslands í samvinnu við Ský, stendur fyrir ráðstefnu um varðveislu rafrænna gagna. Allir opinberir aðilar, ríkis og sveitarfélaga, eru skilaskyldir á sínum gögnum til Þjóðskjalasafns eða tilheyrandi héraðsskjalasafns. Þjóðskjalasafnið hefur innleitt aðferðarfræði danska ríkisskjalasafnsins við móttöku og varðveislu á rafrænum gögnum til langtíma. Á ráðstefnuna koma sérfræðingar frá danska ríkisskjalasafninu og kynna dönsku aðferðarfræðina og þann staðal sem gildir fyrir rafræn gögn við afhendingu.
Ráðstefnan er haldin 25. maí kl. 8:30 - 12:00 á hótel Hilton Nordica. Sjá nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu.