þriðjudagur, 1. mars 2022 - 10:45
Nýtt skipurit Þjóðskjalasafns Íslands tekur gildi frá og með deginum í dag, 1. mars. Markmið nýs skipurits er að styrkja betur nýjar áherslur í verkefnum safnsins. Með nýju skipuriti verða svið safnsins lögð niður sem slík og aukin áhersla lögð á fageiningar. Til verða tvær skrifstofur, skrifstofa skjalavörslu og skjalastjórnar sem aðstoðarþjóðskjalavörður stýrir og skrifstofa rekstrar sem framkvæmdastjóri rekstrar stýrir. Fageiningarnar verða sjö talsins, þ.e. gagnaskil og eftirlit, stafræn endurgerð, fræðsla og rannsóknir, skráning, upplýsingaþjónusta, varðveisla og húsnæði.
Upplýsingar um stjórn og skipurit safnsins: https://skjalasafn.is/stjorn_og_skipurit