Norræni skjaladagurinn 2013

fimmtudagur, 7. nóvember 2013 - 7:15
  • Forsíða skjaladagsvefjarins 2013
    Forsíða skjaladagsvefjarins 2013

Norræni skjaladagurinn er á laugardaginn 9. nóvember. Þá sameinast Þjóðskjalasafn og tuttugu héraðsskjalasöfn um land allt um kynningu á starfsemi safnanna. Að venju hefur verið opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is. Þar má finna margvíslegan fróðleik frá skjalasöfnunum sem tengist þema dagsins, „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“, sem vísar til þess að í skjalasöfnunum eru merkilegar heimildir um íslenskt mannlíf og sögu landsins. Þar getur hver og einn fundið sinn fjársjóð.

Mörg skjalasöfn hafa opið hús á þessum degi eða bjóða upp á sýningar eða aðra viðburði sem tengjast deginum, sjá yfirlit um dagskrá safnanna. Í Þjóðskjalasafni verður opið hús kl 11:00 - 16:00. Þar verður sýning á frumskjölum manntalsins 1703 og flutt erindi. Sjá dagskrá.

Fylgist með og takið daginn frá fyrir skjalasöfnin.