Námskeiðsáætlun Þjóðskjalasafns fyrir komandi vetur 2012-2013 hefur verið birt hér á vefnum. Fjöldi námskeiða er í boði eins og hefur verið árin á undan. Eins og áður verður í boði almennt námskeið í skjalavörsluauk sértækari námskeiða, s.s. um gerð málalykla, gerð skjalavistunaráætlunar, frágang og skráningu pappírsskjalasafna og rafræna skjalavörslu. Þá verða einnig í boði námskeið um skjalavörslu fyrir ríkisstofnanir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Annað nýmæli er að haldið verður námskeið um viðbrögð við meindýrum og myglu á söfnum í samstarfi við Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Þjóðminjasafn Íslands.
Markmiðið með námskeiðunum er að stuðla að bættri skjalavörslu hjá opinberum aðilum og byggja þau á reglum og leiðbeiningarritum Þjóðskjalasafns um skjalavörslu. Sjá nánar um námskeiðin.