Þjóðskjalasafn Íslands hefur í um eitt ár haldið úti rás á vefnum YouTube þar sem birt hafa verið ýmis fræðslumyndbönd sem tengjast skjalavörslu á Íslandi. Á þessu tímabili hefur safnið birt 16 myndbönd sem eru upptökur af námskeiðum og fyrirlestrum, fræðslumyndbönd um frágang pappírsskjalasafna og örmyndbönd um gagnleg atriði sem varða frágang skjalasafna.
Þjóðskjalasafns Íslands áformar að bæta við myndböndum til að auðvelda starfsfólki í skjalavörslu og skjalastjórn að leita sér fræðslu og einnig til að styðja við leiðbeiningarritin sem nú þegar eru til á vef safnsins.
Það er von safnsins að myndböndin nýtist vel og mælt er með því að fólk gerist áskrifendur að rásinni því þá er hægt að fá tilkynningar þegar ný myndbönd bætast við. Skoða myndbandarásina á YouTube.