miðvikudagur, 7. desember 2016 - 11:30
Á undanförnum árum hefur Alþýðuflokkurinn og einstaklingar innan hans unnið mikið starf við að afhenda gögn sín til Þjóðskjalasafns. Þar er að finna mikið magn heimilda um íslensk stjórnmál á 20. öld og raunar til þessa dags. Enn er unnið að afhendingu gagna frá ýmsum sem gegndu trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frumkvæði þeirra við söfnun og afhendingu gagnanna er lofsvert, en Alþýðuhús Reykjavíkur hefur stutt við frágang og skráningu skjalasafnanna.
Á þessu ári eru 100 ár síðan Alþýðusamband Íslands var stofnað og þar með Alþýðuflokkurinn og er af því tilefni stigið fyrsta skrefið í því að gera hluta þessara gagna stafrænan og aðgengilegan á netinu. Nú þegar er hægt að skoða fyrstu gerðabókina á vef safnsins.