laugardagur, 20. júní 2020 - 12:45
Rakel Olsen afhenti þann 18. júní sl. einkaskjalasafn Sigurðar Ágústssonar (1897-1976) alþingismanns og kaupmanns í Stykkishólmi Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu. Skjalasafn Sigurðar er 11 hillumetrar að stærð og geymir fjölbreyttar heimildir um ævi og störf Sigurðar, allt frá persónulegum bréfum og dagbókum til viðskipta og stjórnmálastarfs hans. Þá er skjalasafnið mikilvæg heimild um sögu Stykkishólms og Vesturlands alls þar sem Sigurður var þingmaður Snæfellinga og Vesturlands í 18 ár.
Skjalaskrá safnsins hefur verið birt á vef Þjóðskjalasafns.