Út er komið fyrsta bindið af sex af skjölum Landsnefndarinnar fyrri frá árunum 1770-1771. Í dag afhenti Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Mette Kjuel Nielsen sendiherra Dana á Íslandi fyrstu eintök bókarinnar við hátíðlega athöfn í Viðey, hátíðasal Þjóðskjalasafnsins, að viðstöddum gestum og starfsfólki safnsins.