Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2016 var að koma út. Þar kennir ýmissa grasa að vanda og má nefna grein Grete Gunn Bergström um leit sína að skjölum Sama sem eru varðveitt víða, á Norðurlöndunum, í Rússlandi og slík skjöl má einnig finna í París, Berlín, Amsterdam og Vín. Starf margra skjalasafna við að gera stafræn afrit skjala aðgengileg á netinu auðveldar þessa leit.