Við manntalstöku 24. júní 1703 bjó í Birtingarholti í Ytrahreppi (Hrunamannahreppi), Árnessýslu, Gísli nokkur Þórðarson ásamt sex börnum sínum og vinnukonunni Guðrúnu Pétursdóttur. Hún átti eina dóttur barna, Þorbjörgu Þorláksdóttur. Um aldur hennar segir í manntalinu: „hefur öngva jólanótt“.
Þjóðskjalasafn Íslands óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.